Nýtt Fosshótel reist við Mývatn

Mikið kapp var lagt á frágang við hið nýja Fosshótel …
Mikið kapp var lagt á frágang við hið nýja Fosshótel í Mývatnssveit sem opnað var um síðustu helgi. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Nýtt Foss­hót­el við Mý­vatn var opnað um síðustu helgi, en aðeins er um ár síðan fram­kvæmd­ir hóf­ust. Hót­elið er 4.500 fer­metr­ar að stærð með 92 her­bergj­um, þar með tald­ar þrjár svít­ur. Hót­elið verður rekið allt árið, nema um jól og ára­mót en þá verður lokað, seg­ir Óskar Finns­son, fram­kvæmd­ar­stjóri rekstr­ar­sviðs Íslands­hót­ela.

Hót­elið stend­ur í um 700 metra fjar­lægð frá Mý­vatni seg­ir Óskar, spurður um hve ná­lægt hót­elið standi vatn­inu. Mik­il áhersla hef­ur verið lögð á um­hverf­is­mál við bygg­ingu hót­els­ins af arki­tekta­stof­unni BASALT.

„Stefna Íslands­hót­ela hef­ur verið mjög skýr í mörg ár að frá­veitu­kerfi séu af bestu gerð,“ seg­ir Óskar og nefn­ir að þriggja þrepa frá­veitu­kerfi sé á hinu nýja hót­eli við Mý­vatn. „Það á nán­ast að vera hægt að drekka vatnið sem kem­ur út á end­an­um,“ seg­ir Óskar kím­inn. Lagt var upp með að hót­elið væri í sam­ræmi við nátt­úru svæðis­ins. Hót­elið er viðarklætt og mun viður­inn grána með ár­un­um, seg­ir Óskar, og því falla bet­ur inn í um­hverfið. Þá þekja lyngþökur þak hót­els­ins.

Um­ferð minnk­ar á haust­in

Að sögn Óskars hafa marg­ar bók­an­ir borist fyr­ir sum­ar­mánuðina. Hins veg­ar lít­ur út fyr­ir að bók­un­um muni fækka þegar líður á haustið.

Óskar Finnsson staddur í veitingasal Fosshótels við Mývatn.
Óskar Finns­son stadd­ur í veit­inga­sal Foss­hót­els við Mý­vatn. Ljós­mynd/​Birk­ir Fann­dal

„Það er farið að draga úr aðsókn á lands­byggðina á haust­in,“ seg­ir Óskar. Sterkt gengi krón­unn­ar hafi þar mik­il áhrif. „Það fylg­ir auk­inn kostnaður því að koma sér út á land.“

Hann er þó bjart­sýnn á framtíð Foss­hót­els við Mý­vatn. „Við bind­um von­ir við að þetta geti orðið áfangastaður með svipað aðdrátt­ar­afl og hót­el okk­ar á Hnappa­völl­um, sem er þekkt fyr­ir góðan mat og þjón­ustu,“ Fyr­ir utan nátt­úru­feg­urð svæðis­ins þá er mik­il afþrey­ing í boði, t.d. jarðböð, snjósleða- og hesta­ferðir. „Þetta get­ur orðið mik­ill án­ing­arstaðar­kjarni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK