„Við erum búin með plássið hér og það er í pípunum að byggja í Mosfellsdalnum. Ég hef nú ekki endalausan áhuga á því að stækka en það er meiri eftirspurn en við önnum yfir sumartímann,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og stofnandi Lambhaga.
Frá árinu 2008 hefur salan á Lambhagasalati áttfaldast og fyrirtækið hefur reist um 11 þúsund fermetra af hátæknigróðurhúsum. Stefnt er að því að framkvæmdir í Mosfellsdal hefjist síðar á árinu. Hafberg segist hefðu viljað sjá garðyrkju dafna í Reykjavík en rekstrarskilyrði í Mosfellsdal séu margfalt betri og það sé því inni í myndinni að fyrirtækið flytji alfarið þangað.
Hann íhugar nú ásamt öðrum garðyrkjubændum að hefja stórfelldan útflutning á salati undir nýjum merkjum vegna skilvirkari flutningsleiða til Evrópu.