Primera með beint flug frá Evrópu til Bandaríkjanna

Primera Air ætlar að fljúga beint frá London, París og …
Primera Air ætlar að fljúga beint frá London, París og Birmingham til New York Boston.

Flugfélagið Primera Air ætlar frá og með næsta vori að bjóða upp á beint flug frá meginlandi Evrópu til Norður-Ameríku.

Um er að ræða London (Stanstead, STN), París (Charles de Gaulle, CDG) og Birmingham (BHX), þaðan sem flogið verður til New York (EWR) daglega og til Boston (Logan BOS) fjórum sinnum í viku.   

Í fréttatilkynningu frá Primera Air segir að flugið til Bandaríkjanna muni hefjast í apríl 2018 og að flogið verði allt árið um kring.

„Við erum stolt af að kynna nýja áfangastaði og nýjar flugleiðir til Bandaríkjanna,“ er haft eftir Andra M. Ingólfssyni, eiganda og stjórnarformanni Primera Air í fréttatilkynningu. Með nýrri Airbus A321neo-vél geti flugfélagið þjónustað flugleiðir sem áður hafi aðeins verið á færi breiðþotna.

„Með þessari nýju kynslóð flugvéla getum við boðið farþegum sem vilja ferðast til Bandaríkjanna frá Frakklandi og Bretlandi fargjöld á betri kjörum en áður hafa þekkst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK