Sýslumaður kyrrsetur eignir Skúla

mbl.is/Ófeigur

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett fasteignir í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway en gerðarbeiðandi var þrotabú EK 1923 ehf., áður Eggert Kristjánsson ehf. heildverzlun.

Það var Kjarninn sem greindi frá og birti endurrit út gerðabók.

mbl.is greindi frá því í janúar sl. að Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923 ehf., hefði kært Skúla og Guðmund Hjaltason, framkvæmdastjóra Sjöstjörnunnar ehf., fyrir auðgunarbrot, skjalabrot og ranga skýrslugjöf.

Sjöstjarnan er fasteignafélag í eigu Skúla, sem var eigandi EK í gegnum eignarhaldsfélagið Leiti.

Þegar fjallað var um gerðarbeiðnina hjá sýslumanni var m.a. deilt um eignastöðu Skúla og Sjöstjörnunnar en sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði versnað verulega frá því að mál kyrrsetningarbeiðanda var höfðað og til 19. júlí, þegar sýslumaður úrskurðaði í málinu. 

Hinar kyrrsettu eignir eru Eyrarvegur 2 á Selfossi, Egilsstaðir í Ölfusi, Selbraut 86 á Seltjarnarnesi og Ósgerði í Ölfusi.

Kjarninn hefur eftir lögmanni Skúla að kyrrsetningunni verði mótmælt fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK