Fara fram á 12 ára fangelsi

Lee Jae-yong.
Lee Jae-yong. AFP

Saksóknarar í Suður-Kóreu kröfðust þess í dag að  erfingi Samsung veldisins yrði dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir sinn hlut í viðamiklu spillingarmáli sem kostaði forseta landsins embættið.

Réttarhöldum yfir Lee Jae-Yong, varaformanni stjórnar Samsung Electronics, er að ljúka en Lee neitar að hafa framið saknæmt athæfi.

Málið tengist náinni vinkonu fyrr­ver­andi for­seta Suður-Kór­eu, Choi Soon-sil, en hún var dæmd í þriggja ára fang­elsi fyrr á árinu fyr­ir spill­ingu. Ekki er búið að dæma í öllum spillingarmálum sem hún tengist.

Vegna mála tengd­um Choi Soon-sil þurfti Park Geun-Hye að segja af sér sem for­seti lands­ins en Choi hafði verið vin­kona henn­ar í fjóra ára­tugi og ráðgjafi. 

Choi var sökuð um að hafa not­fært sér vinátt­una við for­set­ann í auðgun­ar­skyni. Hún er m.a. sögð hafa þvingað stjórn­end­ur stór­fyr­ir­tækja Suður-Kór­eu til að greiða stofn­un, sem hún stjórnaði, jafn­v­irði alls 7,6 millj­arða króna. 

Hún var fund­in sek um að hafa nýtt sér stöðu sína til þess að tryggja dótt­ur sinni, Chung Yoo-ra, sæti í há­skóla sem og að hafa látið gefa dótt­ur sinni ein­kunn­ir fyr­ir próf sem hún tók aldrei.

Ef Lee verður dæmdur sekur og gert að sæta 12 ára fangelsi þá er um eina hörðustu refsingu sem háttsettur kaupsýslumaður er dæmdur í þar í landi. 

Lee og fjórir aðrir úr framkvæmdastjórn Samsung, sem er stærsti snjallsímaframleiðandi heims, eru sakaður um að hafa greitt háar fjárhæðir í mútur til þess að tryggja fyrirtækinu framgang, meðal annars í kaupum á öðrum fyrirtækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK