Google til rannsóknar í Belgíu

AFP

Google í Belgíu sætir nú skattarannsókn en nýlega var netrisanum gert að greiða hundruðir milljóna evra til skattsins í Bretlandi og á Ítalíu. Google greindi frá rannsókninni í Belgíu í ársskýrslu sem birtist í dag.

AFP hefur eftir dagblaðinu Le Soir að í nýjustu ársskýrslu Google Belgium sé hluthöfum geint frá því að belgísk yfirvöld hafi félagið til rannsóknar vegna áranna 2014 og 2015 en skattrannsóknin hófst á síðasta ári.

„Google Belgium á í viðræðum við belgísk skattayfirvöld um að ná samkomulagi,“ segir í ársskýrslunni. Fjöldi bandarískra og alþjóðlegra fyrirtækja fara með hagnað sinn af Evrópumarkaði í gegnum lágskattasvæði á borð við Írland til að komast hjá háum sköttum.

Belgíska fjármálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið þar sem ekki er upplýst um einstaka mál og gaf því ekki svör um hvort rannsóknin væri almenns eðlis eða alvarlegri.

„Við greiðum alla okkar skatta í samræmi við skattalög í þeim löndum sem við störfum í,“ hefur AFP eftir Google Belgium. Í ársskýrslunni kemur fram að tekjur Google Belgium hafi numið 32 milljónum evra á síðasta ári og hagnaðurinn numið 1,92 milljónum evra. Félagið greiddi um 740 þúsund evrur í skatta og opinber gjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK