Íbúar Víkur fá sinn fyrsta stórmarkað

Það var nóg að gera í verslun Kr. í dag.
Það var nóg að gera í verslun Kr. í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Versl­un­in Kr. var opnuð í Vík í Mýr­dal í dag. Versl­un­in er í eigu Fest­is og tók við af Kjar­vals-versl­un í bæn­um en er þó helm­ingi stærri og með lægra vöru­verð. Sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps seg­ir það fagnaðarefni að stór­markaður sé kom­inn á Vík í fyrsta skiptið.

„Auðvitað er þetta mikið fagnaðarefni sem og þessi upp­bygg­ing hérna í bæn­um,“ seg­ir sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps, Ásgeir Magnús­son en versl­un­in stend­ur í 3.800 fer­metra versl­un­ar­miðstöð sem búið er að byggja í bæn­um. „Það hefði nú verið saga til næsta bæj­ar fyr­ir nokkr­um árum, svona stór versl­un­ar­miðstöð í Vík. En það er ferðaþjón­ust­an sem er að breyta þessu um­hverfi okk­ar,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir við að einnig sé bygg­ing fjöl­margra íbúða og að minnsta kosti tveggja hót­ela í far­vatn­inu í bæn­um.

Verslunin stendur í nýrri verslunarmiðstöð í bænum.
Versl­un­in stend­ur í nýrri versl­un­ar­miðstöð í bæn­um. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Hann seg­ir íbú­ana spennta fyr­ir versl­un­inni og þá sér­stak­lega ef að verðið reyn­ist lægra en þeir eru van­ir en þetta er fyrsti al­vöru stór­markaður­inn sem opn­ar í Vík. „Við erum nátt­úru­lega ekki nema 590 manns hérna og því hef­ur litla versl­un­in sem var hér verið ágæt­lega rúm­góð. En þegar að það koma fimm rút­ur á bíla­stæðið gat orðið svo­lítið þröng. Núna verður þetta allt annað.“

2.000 vöru­teg­und­ir á sama verði og í Krón­unni

Jón Björns­son, for­stjóri Festi seg­ir í sam­tali við mbl.is að Kr. versl­un­in sé í raun eins og lít­il Krónu­versl­un og að nafnið  Kr. standi ein­fald­lega fyr­ir Króna.

„Þessi versl­un tek­ur við af Kjar­val og er stærri en þó minni en Krónu-versl­an­irn­ar. Fókus­inn er á að þjón­usta fólkið sem býr í Vík og ferðamenn­ina sem fara í gegn­um þessi svæði,“ seg­ir Jón í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að með Kr. sé verið að stór­auka úr­valið á ferskvöru, græn­meti, ávöxt­um og brauði. „Við erum síðan að selja 2.000 vöru­teg­und­ir á sama verði og í Krón­unni þannig við erum að lækka vöru­verð þarna tölu­vert sem er gott bæði fyr­ir íbúa og ferðamenn.“

Jón seg­ist bú­ast við góðum mót­tök­um og stend­ur til að breyta öðrum Kjar­vals­búðum í Kr. búðir. Kjar­vals­búðir eru í dag á Hellu, Hvols­velli, Þor­láks­höfn og Kirkju­bæj­arklaustri. Jón seg­ir að með þessu stefni fyr­ir­tækið að því að ein­falda hlut­ina og lækka vöru­verð.

Jón segir að með Kr. sé verið að stórauka úrvalið …
Jón seg­ir að með Kr. sé verið að stór­auka úr­valið á ferskvöru, græn­meti, ávöxt­um og brauði. „Við erum síðan að selja 2.000 vöru­teg­und­ir á sama verði og í Krón­unni þannig við erum að lækka vöru­verð þarna tölu­vert sem er gott bæði fyr­ir íbúa og ferðamenn.“ mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK