Mathöllin verður opnuð á laugardaginn

Kaupmenn í Mathöllinni höfðu í nógu að snúast í gær …
Kaupmenn í Mathöllinni höfðu í nógu að snúast í gær við undirbúning. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Stefnt er að opnun Mathallarinnar við Hlemm um helgina. „Ef allt gengur áfallalaust fyrir sig munum við opna á laugardaginn,“ segir Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann segir framkvæmdirnar á lokasprettinum. „Þetta lítur rosalega vel út og er allt að koma saman.“

Alls verða tíu staðir með aðstöðu í höllinni og verða sjö þeirra tilbúnir til að opna á laugardaginn. Að sögn Ragnars eru það taco-staðurinn La Poblana, víetnamski staðurinn Bánh Mí, Rabbarbarinn, Te & kaffi, Kröst, Ísleifur heppni og Jómfrúin. Hinir staðirnir verða opnaðir fljótlega að sögn Ragnars.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Hlemmi og tóku þær töluvert meiri tíma en gert var ráð fyrir. Í fyrstu var gert ráð fyr­ir að opna mat­höll­ina síðasta haust sem gekk ekki eft­ir og var áætlaðri opn­un þá frestað til vors. Það gekk held­ur ekki eft­ir og opn­un frestað fram í júní þar sem fram­kvæmd­ir höfðu tekið lengri tíma en ætlað var í fyrstu. Ekki var allt klárt í júní en nú virðist sem hægt verði að opna höllina á laugardaginn. Spurður hvort það verði ekki mikill léttir segir Ragnar að það verði eflaust góð tilfinning. „Ég anda léttar á sunnudaginn.“

Hlemmi hefur verið breytt í Mathöll.
Hlemmi hefur verið breytt í Mathöll. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK