Dýrara í H&M á Íslandi?

Opnunarpartý var í verslun H&M í Smáralind í dag. Verslunin …
Opnunarpartý var í verslun H&M í Smáralind í dag. Verslunin opnar formlega á laugardaginn. mbl.is/Anna Lilja

Svo virðist sem verðlag í verslun H&M sem verður opnuð í Smáralind á laugardaginn verði nokkuð hærra en í verslunum H&M í Noregi. Lausleg verðkönnun mbl.is leiðir í ljós að verð á fatnaði í versluninni á Íslandi sé á bilinu 10-32% hærra en í verslunum tískurisans í Noregi miðað við núverandi gengi.  

Jakki sem kostar 9.995 krónur í versluninni á Íslandi kostar 599 norskar krónur eða sem nemur um 8.166 krónum sem er um 22,4% lægra verð miðað við núverandi gengi. Þá kostar peysa, sem hér er verðmerkt á 6.995 krónur, 399 krónur í Noregi eða sem nemur um 5.440 krónum sem er um 26,8% ódýrara en hér á landi.

Verslun H&M í Smáralind opnar formlega á laugardaginn.
Verslun H&M í Smáralind opnar formlega á laugardaginn. Ljósmynd/aðsend

Ekki virðist sami verðmunur vera algildur en skyrta sem einnig er verðmerkt fyrir 399 norskar kostar 5.995 krónur á Íslandi og er verðmunur í því tilfelli því aðeins um 10,2%. Loks eru buxur sem hér kosta 8.995 krónur fáanlegar í Noregi á 499 krónur eða sem nemur 6.803 íslenskum krónum sem er 32,2% lægra en á Íslandi.

Verslunin verður opnuð formlega á laugardaginn klukkan tólf og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir fá gjafabréf í verslunina að uppæð 1.500 til 25.000 krónur að því er segir á heimasíðu verslunarinnar.

Í kvöld fór fram sérstakt boð í versluninni þar sem rauður dregill tók á móti boðsgestum fyrir utan H&M í Smáralind. Boðið hófst klukkan 19.00 og þokaðist þá nokkuð löng biðröð áfram að inngangi verslunarinnar þar sem boðið var upp á freyðivín.

mbl.is/Anna Lilja
Ljósmynd/aðsend
Ljósmynd/aðsend
Ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK