Húmor og hlátur í Hádegismóum

Yfir 120 gestir sóttu morgunverðarfund á vegum Kompanísins, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í morgun. 

Yfirskrift fundarins var Húmor í auglýsingum og héldu þar erindi Daniel Bremmer, sem er „creative director“ hjá Íslensku auglýsingastofunni, og grínistinn Ari Eldjárn. 

Daniel Bremmer hefur starfað við auglýsingar víða um heim, meðal annars fyrir Intel, The Economist og forsetaherferð Baracks Obama árið 2008 svo fátt eitt sé nefnt. 

„Fundurinn heppnaðist mjög vel, salurinn fylltist og fólk var komið með verk í magann af hlátri. Það er góð byrjun á degi,“ segir Magnús E. Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Árvak­urs.

Komp­aní er viðskipta­klúbb­ur Morg­un­blaðsins og stend­ur reglu­lega fyr­ir fræðslufund­um og fyr­ir­lestr­um. 

Ari Eldjárn vakti mikla lukku á fundinum.
Ari Eldjárn vakti mikla lukku á fundinum. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK