Dregið úr væntingum á sölu á ferðum

Ferðamenn við Dettifoss.
Ferðamenn við Dettifoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dregið hef­ur úr vænt­ing­um er­lendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á und­an­förn­um mánuðum. Mest hef­ur dregið úr vænt­ing­um ferðaskrif­stofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evr­ópu. Þetta kem­ur fram í könn­un sem Íslands­stofa gerði meðal er­lendra söluaðila á ferðum til Íslands í júní um viðhorf þeirra til þró­un­ar ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu, vænt­ing­ar þeirra til sölu á ferðum í ár ann­ars veg­ar og á næsta vetr­ar­tíma­bili hins veg­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Sam­bæri­leg könn­un var gerð í des­em­ber 2016. Niður­stöður gefa til kynna að er­lend­ir söluaðilar geri minni vænt­ing­ar til næsta sölu­tíma­bils miðað við fyrri könn­un en meiri­hluti söluaðila seg­ist þó enn upp­lifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.

Leggja áherslu á að fylgj­ast vel með mörkuðum

„Við eig­um í góðu sam­starfi við hagaðila í ferðaþjón­ustu á Íslandi og það er mik­il­vægt að all­ir séu vel upp­lýst­ir um stöðu mála. Við sjá­um aðvör­un­ar­ljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er já­kvætt að meiri­hluti söluaðila er enn að upp­lifa svipaða eða aukna sölu. Við leggj­um áherslu á að vera í góðum tengsl­um við er­lenda söluaðila og fylgj­ast með vænt­ing­um og vís­bend­ing­um svo hægt sé að bregðast við breyt­ing­um.“ Þetta seg­ir Inga Hlín Páls­dótt­ir, for­stöðumaður ferðaþjón­ustu og skap­andi greina hjá Íslands­stofu, í til­kynn­ingu. Hún seg­ir jafn­framt mik­il­vægt að fylgj­ast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja sam­keppn­is­hæfni Íslands sem áfangastaðar. 

Mest lækk­un í Bretlandi og M- og S-Evr­ópu

Í júní sögðust 73% allra svar­enda upp­lifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækk­un um 7% frá fyrri könn­un. Um 66% svar­enda eiga von á svipaðri eða auk­inni sölu á ferðum til Íslands vet­ur­inn 2017/​2018, en þar er lækk­un um 17% frá síðustu könn­un.

Vænt­ing­ar söluaðila í Bretlandi fyr­ir árið 2017 og næsta vetr­ar­tíma­bil lækka um ríf­lega fjórðung milli kann­ana. Í júní segj­ast 54% upp­lifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækk­un um 27,5% frá fyrri könn­un sex mánuðum fyrr. Hlut­fallið fer niður í 46% þegar spurt er um vænt­ing­ar fyr­ir vet­ur­inn sem er lækk­un um 29% frá fyrri könn­un.

Lækk­un vænt­inga milli kann­ana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evr­ópu. Í júní bú­ast 61,5% við svipaðri eða auk­inni sölu árið 2017 sem er lækk­un um tæp­an þriðjung eða 32,5% frá fyrri könn­un. Þegar spurt er um vænt­ing­ar fyr­ir vet­ur­inn er hlut­fallið 63% sem er lækk­un um 25,8%.

Stöðugra í N-Am­er­íku og á Norður­lönd­un­um

93% svar­enda í N-Am­er­íku upp­lifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nán­ast það sama og í fyrri könn­un. 87% svar­enda eiga von á svipaðri eða auk­inni sölu um vet­ur­inn sem er lækk­un um 7,5% frá fyrri könn­un. Hlut­fallið meðal svar­enda á Norður­lönd­un­um er 75% fyr­ir árið 2017 sem er lækk­un um 6,3% frá fyrri könn­un en þegar spurt er um vet­ur­inn fer hlut­fallið í 71% sem er 5% hækk­un frá fyrri könn­un.

Könn­un­in var send í tölvu­pósti á er­lend­ar ferðaskrif­stof­ur sem selja ferðir til Íslands og svar­end­ur voru 165.

Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður Íslandsstofu
Inga Hlín Páls­dótt­ir for­stöðumaður Íslands­stofu mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK