Eaton Vance eykur hluti sinn í Reitum

Reitir eiga meðal annars Hótel Borg.
Reitir eiga meðal annars Hótel Borg. mbl.is/Styrmir Kári

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Eaton Vance Management fjárfesti í vikunni fyrir um hálfan milljarð í fasteignafélaginu Reitum. Við kaupin fóru eignarhlutir sjóðsins yfir 5% og voru viðskiptin því flöggunarskyld, en Eaton Vance á nú 5,57% hlut í Reitum. 

Eignarhlutur sjóðsins er kominn upp í rúma 40 milljón hluti en fyrir viðskiptin átti sjóðurinn rúma 34 milljón hluti. Sé miðað við að kaupverðmæti hlutanna sé 88,80, sem er hæsta verð með hlutabréf Reita í viðskiptum í dag, er heildarverðmæti hlutanna meira en 3,5 milljarðar króna en verðmæti hlutarins sem keyptur var í vikunni um 537 milljónir. 

Gengi með hlutabréf Reita hefur hækkað um 0,28% frá opnun markaða í dag en á árinu hefur félagið lækkað um 5,83%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka