Gæti dregið úr hagvexti

Efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki er mikið hagsmunamál.
Efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki er mikið hagsmunamál. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissa um stjórn efna­hags­mála gæti bitnað á er­lendri fjár­fest­ingu. Um þetta eru grein­end­ur sem Morg­un­blaðið ræddi við sam­mála.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, seg­ir óvissu í stjórn­mál­un­um kunna að „draga tíma­bundið úr áhuga er­lendra aðila á að fjár­festa hér“. Valdi­mar Ármann, for­stjóri Gamma, seg­ir aðspurður að óviss­an í lands­mál­un­um rími illa við þá ímynd af Íslandi að hér sé stöðugt stjórn­ar­far. Óvissa sé slæm fyr­ir fjár­festa.

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, for­stöðumaður efna­hags­sviðs hjá SA, seg­ir stöðuna al­var­lega í ljósi þess hversu stutt er síðan kosið var síðast og hve erfiðlega gekk að mynda stjórn. Langvar­andi óvissa um efna­hags­stefnu geti komið niður á hag­vexti. Vænt­ing­ar hafa verið um aukna er­lenda fjár­fest­ingu í kjöl­far af­náms hafta. Vegna áður­nefndra áhrifa gæti þurft að end­ur­meta vænt­ing­ar um áhrif er­lendr­ar fjár­fest­ing­ar, til dæm­is í innviðum, á hag­vöxt­inn, seg­ir í frétta­skýr­intgu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK