Óvissa eitur í beinum fjárfesta

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Hanna

Fjár­málaráðherra seg­ir það al­var­legt mál að ef er­lend­ir aðilar dragi tíma­bundið úr fjár­fest­ingu hér­lend­is vegna þeirr­ar óvissu sem rík­ir um stjórn efna­hags­mála. „Það sem er eit­ur í þeirra bein­um er óvissa,” seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, Valdi­mar Ármann, for­stjóri Gamma og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, for­stöðumaður efna­hags­sviðs hjá SA, lýstu öll yfir áhyggj­um af stöðu mála í sam­tali við Morg­un­blaðið í morg­un.

Valdi­mar greindi frá því að óviss­an í efna­hags­mál­un­um rími illa við þá ímynd af Íslandi að hér sé stöðugt stjórn­ar­far.

Alþingi Íslands.
Alþingi Íslands. mbl.is/Ó​feig­ur

Traust stjórn­völd mik­il­væg

„Það er mjög mik­il­vægt að það séu við líði traust stjórn­völd. Við erum búin að vera hér í átta til níu mánuði. Á þeim tíma hef­ur láns­hæf­is­mat hækkað, skuld­irn­ar lækkað og við erum með mjög lága verðbólgu og lítið at­vinnu­leysi. Allt þetta er aðlaðandi bæði fyr­ir lán­veit­end­ur og fjár­festa,” seg­ir Bene­dikt.

Ásgeir Jóns­son, deild­ar­for­seti Hag­fræðideild­ar við Há­skóla Íslands, sagði það óvíst í sam­tali Morg­un­blaðið af hluta­fjárút­boði Ari­on banka verði á ár­inu eft­ir að rík­is­stjórn­in fell.

Bene­dikt vildi ekki tjá sig sér­stak­lega um það í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK