Fjármálaráðherra segir það alvarlegt mál að ef erlendir aðilar dragi tímabundið úr fjárfestingu hérlendis vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stjórn efnahagsmála. „Það sem er eitur í þeirra beinum er óvissa,” segir Benedikt Jóhannesson.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Valdimar Ármann, forstjóri Gamma og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá SA, lýstu öll yfir áhyggjum af stöðu mála í samtali við Morgunblaðið í morgun.
Valdimar greindi frá því að óvissan í efnahagsmálunum rími illa við þá ímynd af Íslandi að hér sé stöðugt stjórnarfar.
„Það er mjög mikilvægt að það séu við líði traust stjórnvöld. Við erum búin að vera hér í átta til níu mánuði. Á þeim tíma hefur lánshæfismat hækkað, skuldirnar lækkað og við erum með mjög lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. Allt þetta er aðlaðandi bæði fyrir lánveitendur og fjárfesta,” segir Benedikt.
Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar við Háskóla Íslands, sagði það óvíst í samtali Morgunblaðið af hlutafjárútboði Arion banka verði á árinu eftir að ríkisstjórnin fell.
Benedikt vildi ekki tjá sig sérstaklega um það í samtali við mbl.is.