Taka yfir 98% hlut í United Silicon

Verksmiðja United Silicon.
Verksmiðja United Silicon. mbl.is/RAX

Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hluta United Silicon. Ákvörðunin var tekin á hlutahafafundi félagsins sem fór fram í gær. 

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi United Silicon, staðfestir þetta í sam­tali við mbl.is. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa stjórnina þau Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason, stjórnarformaður félagsins.

Fyrr í mánuðinum veitti Héraðsdóm­ur Reykja­ness félaginu framlengingu á heimild til greiðslu­stöðvunar til þriggja mánaða, eða til 4. des­em­ber. Að sögn Karenar vinnur stjórn félagsins áfram að endurskipulagningu félagsins og hefur stuðning hluthafa til að leita nýrra fjárfesta og leiða viðræður við þá.

Greint var frá því um miðjan ág­úst að Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (EFÍA) hefðu fjár­fest fyr­ir sam­tals 2.166 millj­ón­ir í United Silicon.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK