Ræða við Eyjamenn um rekstur Herjólfs

Jón Gunnarsson ráðherra á samgönguþingi í Hveragerði.
Jón Gunnarsson ráðherra á samgönguþingi í Hveragerði. mbl.is/Hanna

Vegagerðin stendur í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um að Eyjamenn taki yfir rekstur Vestmannaeyjaferjunnar þegar hún verði tekin til notkunar. Þá er hefur verið rætt við Slysavarnafélagið Landsbjörg um að félagið fái gamla Herjólf til umráða. 

Þetta koma fram í máli Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra á samgönguþingi í Hveragerði í dag en hann vék að málefnum Suðurlands.

Í júní var greint frá því að smíði nýs Herjólfs í Póllandi væri hafin og er búist við því að ferjan verði tilbúin næsta sumar. „Vegagerðin hefur verið að semja við Eyjamenn um að þeir taki yfir rekstur þessarar ferju,“ sagði ráðherra og bætti við að gamli Herjólfur þyrfti að vera áfram í landinu. 

„Ég hef rætt við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um að Slysavarnarskóli sjómanna fái gamla Herjólf til umráða. En þeir þurfa að hafa hann til taks sem álagsskip fyrir þær leiðir þar sem ferjuflutningar eru miklir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK