Freyja til Festu

Freyja Steingrímsdóttir.
Freyja Steingrímsdóttir.

Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. 

Freyja er með bakgrunn í stjórnmálafræði sem og hagnýtum jafnréttisfræðum en síðustu ár hefur hún unnið við stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf fyrir félagasamtök, stéttafélög og stjórnmálaflokka víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Freyja er sérfræðingur í stafrænni miðlun og hefur umfangsmikla reynslu af kynningarherferðum og viðburðastjórnun.

Freyja mun stýra miðlun upplýsinga til fjölmiðla og markhópa ásamt því að bera ábyrgð á viðburðum miðstöðvarinnar. Hún mun einnig vinna náið með framkvæmdastjóra og stjórn að stefnumótun og innleiðingu samskiptastefnu, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK