Allir flokkar opnir fyrir skosku leiðinni

Bombardier-flugvélarnar eru notaðar í innanlandsflug Air Iceland Connect.
Bombardier-flugvélarnar eru notaðar í innanlandsflug Air Iceland Connect. Sigurður Bogi Sævarsson

Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. 

Á opnum fundi Samtaka ferðaþjónustunnar um stöðu greinarinnar með forystumönnum stjórnmálaflokkanna, sem fór fram í Hörpu í morgun, var gengið á línuna og spurt hver afstaða flokkanna væri til skosku leiðarinnar. 

Skoska leiðin felur í sér að ríkið greiði fyr­ir af­slátt sem nem­ur helm­ingi farmiða í innanlandsflugi til þeirra sem búa á jaðarsvæðum. Er áætlað að kostnaður við aðgerðina nemi um 6-800 milljónum króna á ári. 

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Miðflokksins og Bjartrar framtíðar sögðu allir að þeir væru reiðubúnir að skoða þetta úrræði. Afstaða Flokks fólksins og Framsóknar var meira afgerandi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að slíkt úrræði væri sjálfsagt mál og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að flokkurinn hefði talað lengi fyrir skosku leiðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK