Getur greitt 110 milljarða í arð

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: mbl.is/Golli

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun geti greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins á árunum 2020 til 2026.

Fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins hafi aukist á síðustu árum og arðgreiðslugetan sé um tíu til tuttugu milljarðar á ári. Þetta kom fram í máli Harðar á Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun en hann var gestur þáttarins. 

Haustfundur Landsvirkjunar hefst klukkan 8.30 og verður í beinni útsendingu hér á mbl.is. Þar verður meðal annars greint frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hversu eftirsótt endurnýjanleg orka er orðin um allan heim og hvernig nýta má hana á sjálfbæran hátt.

Nánar verður fjallað um það sem fram kemur á fundinum á mbl.is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK