Bono bregður fyrir í skjölunum

AFP

Tónlistarmanninum Bono bregður fyrir í Paradísarskjölunum en hann mun hafa notað félag sem var skráð á Möltu til þess að kaupa hlut í verslunarmiðstöð í smábæ í Litáen. 

Fjallað er um viðskipti á fréttavef The Guardian en þar segir að Bono hafi verið hluthafi í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti verslunarmiðstöðina Aušra árið 2007 fyrir um 718 milljónir íslenskra króna. 

Nude Estates stofnaði félag í Litáen um reksturinn en árið 2012 var eignarhaldið fært til bresku eyjarinnar Guernsey. 

Malta er lágskattasvæði þar sem erlendir fjárfestar borga aðeins 5% af hagnaði í skatt. Enginn fyrirtækjaskattur er hins vegar á Guernsey.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK