DNB-bankinn áberandi í Paradísarskjölunum

DNB-bankinn.
DNB-bankinn. Af vef DNB

Fleiri hundruð viðskiptavinir norska bankans DNB eru í Paradísar-skjölunum sem byrjað var að upplýsa um í fjölmiðlum í gær. Aftenposten er meðal þeirra fjölmiðla sem hafa farið yfir gögnin og birt fréttir um norska kaupsýslumenn sem eiga fé í aflandsfélögum.

Aðstoðarforstjóri DNB, Harald Serck-Hanssen, segir að hægt sé að tengja hundruð viðskiptavina bankans við skattaskjól. Hins vegar hafi bankinn ekki stofnað neina reikninga fyrir viðskiptavini á Bermúda. Um reikninga sé að ræða í Noregi og öðrum ríkjum þar sem DNB er með starfsemi. Það sé aftur á móti í valdi viðskiptavinanna hvar þeir vilja koma fjármunum sínum fyrir.

Á Bermúda er skattaprósentan 0 og hafa margir auðugir einstaklingar sem og fyrirtæki nýtt sér það. Samkvæmt gögnunum sem var lekið frá Appleby-lögmannsstofunni á Bermúda kemur fram að DNB sé mikilvægur viðskiptavinur. Meðal annars hafi Appleby veitt bankanum ráðgjöf þegar hann lánar viðskiptavinum á Bermúda. 

Samkvæmt gögnunum voru 34,3 milljarðar norskra króna í lánabókum viðskiptavina á Bermúda og Panama í lok síðasta árs.

Frétt Aftenposten í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK