Nýr Geysir við Skólavörðustíg

Jóhann Guðlaugsson hefur byggt upp verslunarveldi á rúmum áratug.
Jóhann Guðlaugsson hefur byggt upp verslunarveldi á rúmum áratug. mbl.is/​Hari

Í næstu viku mun Geys­ir opna þriðju versl­un sína við Skóla­vörðustíg en sér­heiti henn­ar verður Geys­ir Heima.

Er opn­un versl­un­ar­inn­ar enn eitt dæmið um ótrú­leg­an vöxt fyr­ir­tæk­is­ins á síðustu árum en saga þess rek­ur sig aft­ur til árs­ins 2006 þegar Jó­hann Guðlaugs­son og þáver­andi viðskipta­fé­lagi hans tóku við rekstri versl­un­ar og mat­sölu á Geysi í Hauka­dal.

Í dag hef­ur fyr­ir­tækið haslað sér völl sem eitt helsta hönn­un­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og kann­ar Jó­hann nú mögu­leika þess að koma vör­unni á markað er­lend­is. Í viðtali við ViðskiptaMogg­ann í dag bend­ir hann á að rekst­ur minja­gripa­versl­ana í miðbær Reykja­vík­ur, sem hann á einnig, hafi stutt við upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins allt frá upp­hafi. Þannig styðji ferðamanna­straum­ur­inn við ís­lenska hönn­un og há­tísku, ekki síður en aðra versl­un og þjón­ustu í land­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK