KFC selur tjald fyrir milljón

Colonel Sanders umlykur tjaldið.
Colonel Sanders umlykur tjaldið. Skjáskot

Skyndibitakeðjan KFC hefur boðið sérstakt tjald í takmörkuðu upplagi til sölu í Bandaríkjunum sem ver notandann fyrir öllu netsambandi. 

Aðeins eitt tjald af þessari gerð er til sölu og kostar það tíu þúsund Bandríkjadali, eða rúmar milljón krónur. Því er ætlað að gera fólki kleift að flýja hinn netvædda heim.

Í verðinu er innifalin heimsókn starfsmanna KFC sem hjálpa til við að setja það upp að því er kemur fram í  frétt Fortune

„Jafnvel við finnum fyrir byrði tækninnar yfir hátíðarnar svo að við höfum útbúið tækni sem aðstoðar einn heppinn kaupanda við að flýja ringulreið hátíðanna,“ segir framkvæmdastjóri auglýsingadeildar KFC í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK