5,7 milljarða kröfur vegna Fram Foods

Skiptum er lokið á einkahlutafélaginu EAB 2 sem var hluti af endurskipulagningu matvælafyrirtækisins Fram foods.

Fram Foods rak mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á Íslandi, í Svíþjóð, Frakklandi og Síle auk þess að reka sölu- og dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki í Þýskalandi. Arion banki tók yfir félagið í nóvember 2010 en Samkeppniseftirlitið setti bankanum það skilyrði að selja eignarhlut sinn í Fram foods sem fyrst.

Var félaginu skipt í tvo hluta og rekstarhæfi hlutinn var seldur en umframskuldir settar í EAB 2 ehf. Söluferlinu lauk í apríl 2013 þegar hópur fjárfesta, leiddur af útgerðinni Berghóli, keypti síðustu einingu fyrirtækisins en þá var búið að selja nokkrar rekstrareiningar erlendis. 

Samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu námu lýstar kröfur í búið 5,7 milljörðum en 12,6 milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK