Steingrímur Wernersson hefur verið úrskurðaður gjaldþrota en hann átti eignarhaldsfélagið Milestone ásamt bróður sínum Karli Wernerssyni. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.
Í april 2016 sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi þá ákærðu í Milestone-málinu til fengelsisvistar. Var Steingrímur dæmdur í tveggja ára fangelsi. Bræðurnir voru í málinu ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni fyrir að hafa látið Milestone fjármagna kaup bræðranna á hlutafé systur þeirra, Ingunnar, í félaginu.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Steingrím, Karl og Guðmund í mars á þessu ári til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða vegna millifærslna sem voru gerðar á reikning Ingunnar.