Steingrímur Wernersson gjaldþrota

Steingrímur Wernersson.
Steingrímur Wernersson. mbl.is/Rósa Braga

Steingrímur Wernersson hefur verið úrskurðaður gjaldþrota en hann átti eignarhaldsfélagið Milestone ásamt bróður sínum Karli Wernerssyni. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 

Í april 2016 sneri Hæstirétt­ur við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur og dæmdi þá ákærðu í Milest­one-mál­inu til feng­elsis­vist­ar. Var Steingrímur dæmdur í tveggja ára fangelsi. Bræðurn­ir voru í mál­inu ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni fyr­ir að hafa látið Milest­one fjár­magna kaup bræðranna á hluta­fé syst­ur þeirra, Ing­unn­ar, í fé­lag­inu.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Steingrím, Karl og Guðmund í mars á þessu ári til að greiða þrota­búi Milest­one 5,2 millj­arða vegna milli­færslna sem voru gerðar á reikn­ing Ing­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK