Vísbendingar um tugi tonna af gulli

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Námufyrirtækið Alopex Gold Inc. stefnir að því að hefja gullvinnslu úr Nalunaq-gullnámunni árið 2019 eftir jákvæðar niðurstöður úr rannsóknarvinnu í sumar. 

„Þessar jákvæðu niðurstöður gera það að verkum að Alopex Gold getur skipulagt ítarlega boráætlun sumarið 2018 til að stækka núverandi gullauðlind og í kjölfarið stefnt að hefja framleiðslu á nýjan leik árið 2019,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Alopex, í tilkynningu frá félaginu. 

Nalunaq-gullnáman er í 100% eigu Alopex. Fyr­ir­tækið keypti Nalun­aq-gull­námuna á Græn­landi ásamt Cyr­us Capital á ár­un­um 2014-2015 og hef­ur síðan keypt upp fjölda rann­sókn­ar­leyfa á Suður-Græn­landi.

Í Nalunaq var áður unnið gull yfir 10 ára tímabil en vinnslunni var hætt árið 2014. Síðan þá hefur Alopex rannsakað hvort að finna megi framlengingu á gullæðinni sem gæti verið metri á þykkt. Í tilkynningunni segir að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að 1,2 milljónir únsur af gulli sé í gullæðinni, eða á fjórða tug tonna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK