Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur selt um 4.000 fullnustueignir frá ársbyrjun 2008. Þar af hefur sjóðurinn selt um 270 íbúðir frá áramótum.
Þetta kemur fram í samantekt ÍLS fyrir Morgunblaðið. Með fullnustueignum er átt við eignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín í kjölfar nauðungarsölu.
Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir Íbúðalánasjóð hafa selt fullnustueignir á hagfelldum tíma m.t.t. hagsveiflunnar. Með því að bíða með mikla sölu eigna til ársins 2014 hafi sjóðurinn notið góðs af hækkandi fasteignaverði.
Ýtarlega umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.