Skýið ekki alltaf besti kosturinn

Að sögn Gunnars þarf að meta það í hverju tilviki …
Að sögn Gunnars þarf að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvaða leið er best að fara. Tölvuskýið nýtist til margs en er ekki töfralausn. mbl.is/Heiddi

Undanfarin ár hefur mikið verið skrifað um að framtíð tæknilausna fyrirtækja og stofnana sé í skýinu. Æ meira af hugbúnaði, gögnum og reiknigetu færist yfir í skýið og margir líta svo á að skýjalausnir séu hagkvæmasti og öruggasti kosturinn.

Gunnar Guðjónsson segir veruleikann þó ekki svona einfaldan, og að oft geti verið ráðlegast að fara blandaða leið. Gunnar er framkvæmdastjóri Endor sem er ráðgjafarfyrirtæki á upplýsingatæknimarkaði. Endor er ungt fyrirtæki en var fyrir skemmstu valið hástökkvari ársins af Hewlett Packard Enterprise.

Gunnar segir í grófum dráttum hægt að velja milli þriggja leiða: „Það má keyra ákveðnar þjónustur og kerfi á gamla mátann, og reka eigin innviði. Svo má nýta skýjaþjónustu á borð við Amazon, Azure-tölvuský Microsoft eða Office 365-vöndulinn. Loks er hægt að velja svokallaðar einkaskýjalausnir þar sem gögn og/eða forrit eru geymd utanhúss en á tilteknum vélbúnaði á tilteknum stað.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK