Pressumálið ekki flókið mál

Árni Harðarson
Árni Harðarson

Árni Harðarson lögfræðingur svarar í Morgunblaðinu ásökunum Björns Inga Hrafnssonar í hans garð. Segir Árni að Pressumálið sé af hans hálfu ekki flókið mál. Hann og fleiri hafi tapað umtalsverðum fjármunum á félaginu og ekkert sem þeir geti gert annað en að sjá eftir þátttökunni.

Yfirlýsing Árna Harðarsonar:

„Þann 23. nóvember, daginn fyrir lokafrest sem ráðherra hafði gefið stjórn Pressunnar til að halda hluthafafund samkvæmt réttmætri kröfu meirihluta hluthafa pressunnar, sendi Björn Ingi Hrafnsson mér hótun um að ef ný stjórn yrði kosin í Pressunni myndi hann fara í fjölmiðlaherferð til að rægja mig og Róbert Wessmann. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Björn Ingi sendi mér hótun um slíkt en í þetta skiptið var þetta nánar útlistað í löngu skriflegu máli. Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma mér því ekki á óvart, enda maðurinn í mínum huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef haft afskipti af. Það kemur mér hins vegar á óvart að Morgunblaðið og mbl.is hafi ákveðið að verða birtingarform einhliða níðgreina Björns Inga.

Pressumál af minni hálfu er ekki flókið mál. Ég og fleiri töpuðum talsverðum fjármunum á félaginu og ekkert sem við getum gert í því nema séð eftir þátttökunni. Félagið var ógjaldfært og þegar sú er staðan er rétt að fá opinberan sýslunarmann að málum til að gæta þess að rétt sé að öllu staðið. Málinu hefur nú verið komið í þann rétta farveg en þeir sem hafa hagsmuni af því að ekki sé rétt að öllu staðið geta orðið ósáttir við slíkt. Sú er því miður staðan nú en vonandi ber skiptastjóri gæfu til að finna út úr þeim málum á réttmætan hátt. Ég nenni hins vegar ekki að elta ólar við Björn Inga í fjölmiðlum og óska honum gleðilegrar jólahátíðar.

Höfundur er lögfræðingur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK