Kreppir að hjá Bílanausti

mbl.is/Jim Smart

Velta bíla­vöru­versl­ana Bílanausts dróst sam­an um tæp­an fjórðung á ár­un­um 2013 og 2016. Sam­drátt­ur­inn nam 6% frá 2015 til 2016 en á sama tíma­bili juku keppi­naut­arn­ir um­svif sín. 

Tekj­ur fé­lags­ins árið 2016 námu 1.719 millj­ón­um, 1.807 millj­ón­um árið áður og 2.236 millj­ón­um árið 2013. Tap síðasta árs var 85 millj­ón­ir en upp­safnað tap frá 2013 skag­ar hátt í 200 millj­ón­ir. 

Vöru­birgðir Bílanausts hafa látið á sjá af sam­drætt­in­um en virði þeirra minnkaði úr 598 millj­ón­um árið 2013 niður í 443 millj­ón­ir á síðasta ári. 

Auk Bílanausts eru tvö stór fyr­ir­tæki á bíla­vörumarkaðinum; Still­ing og AB vara­hlut­ir. Til sam­an­b­urðar voru tekj­ur Still­ing­ar 1.245 millj­ón­ir árið 2016 og juk­ust þær um 13% frá fyrra ári. Hagnaður Still­ing­ar var 30 millj­ón­ir bæði árin. Á sama tíma­bili juk­ust tekj­ur AB vara­hluta 7% en þær námu 815 millj­ón­um í fyrra. Hagnaður AB vara­hluta var 139 millj­ón­ir í fyrra og 167 millj­ón­ir árið 2015. 

Árið 2007 rann Bílanaust ásamt Essó inn í N1 en vorið 2013 var það end­ur­vakið í sinni upp­runa­legu mynd og selt Lár­usi Blön­dal Sig­urðssyni og meðfjár­fest­um. 

„Vafi á rekstr­ar­hæfi“

Í árs­reikn­ingi Bílanausts frá 2016 seg­ir í árit­un óháðs end­ur­skoðanda að fé­lagið upp­fylli ekki ákvæði lána­samn­inga og lán­in hafi því verið flokkuð meðal skamm­tíma­skulda. Stjórn­end­ur séu í viðræðum við viðskipta­banka fé­lags­ins og verði lán­in gjald­felld eða semj­ist ekki um end­ur­fjármögn­un þeirra ríki óvissa um áfram­hald­andi rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins.

Þá er vak­in at­hygli á að þrátt fyr­ir að lán­in verði ekki gjald­felld og því flokkuð á ný sem lang­tíma­skuld­ir sé hreint veltu­fé fé­lags­ins nei­kvætt um 207 millj­ón­ir króna og hafi versnað um 179 millj­ón­ir frá upp­hafi árs.

„Tak­ist fé­lag­inu ekki að snúa þró­un­inni við leiki vafi á rekstr­ar­hæfi þess,“ seg­ir í árit­un­inni. 

Hall­dór Páll Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Bílanausts, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fé­lagið hafi lokið viðræðum við viðskipta­bank­ann. Hann rek­ur tap fé­lags­ins til þess að af­skrifa hafi þurft  óhemju­mik­inn lag­er sem fylgdi með sölu Bílanausts úr N1. 

„Þetta er síðasta árið þar sem verið er að hreinsa þenn­an klafa út. Stór hluti af þess­um lag­er sam­an­stóð af vara­hlut­um í gamla bíla sem ekki stóðust tím­ans tönn.“

Minni­hluta­eig­end­ur keypt­ir út

Í tengsl­um við söl­una var gerður samn­ing­ur um að N1 sæi um vöru­húsaþjón­ustu fyr­ir Bílanaust en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur þetta fyr­ir­komu­lag gert Bílanaust erfitt fyr­ir í sam­keppni við Still­ingu og AB vara­hluti. Hins veg­ar er N1 stór viðskipta­vin­ur Bílanausts. 

Aðspurður seg­ir Hall­dór að kost­ir og gall­ar séu við flesta samn­inga. Þá nefn­ir hann að vænd­um séu breyt­ing­ar á eign­ar­haldi í fé­lag­inu sem feli í sér að meiri­hluta­eig­end­ur kaupi minni­hluta­eig­end­ur út. 

Er­lenda fé­lagið Cold­rock In­vest­ments lim­ited á 43,55% í Bílanaust sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr árs­reikn­inga­skrá. Guðný Edda, Gunn­ar Þór, Eggert Árni og Hall­dór Páll Gíslabörn eiga 9,11% hver. Lár­us Blön­dal Sig­urðsson fer með 7,79% hlut og Heba Brands­dótt­ir 6,79% hlut en auk þeirra eru fjór­ir aðrir eig­end­ur með minni hlut­deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka