Ragnar Eiríksson, núverandi yfirkokkur á Dill, verður yfirkokkur á Holtinu, nýjum veitingastað á Hótel Holti, og eftirlætur Kára Þorsteinssyni stjórnartaumana á Dill Restaurant.
Eigendur Dill Restaurant, Kex hostels og Hótel Holts hafa nýverið gert með sér samkomulag um veitingarekstrur á Hótel Holti um áramót.
Stefnt er að opnun á nýjum veitingastað í febrúar sem mun bera nafnið Holt og byggist á rótgrónum grunni hótelsins, að því er kemur fram í fréttatilkynningu um málið, og stendur nú yfir leit að starfsfólki.
Ragnar hefur starfað hjá Dill Restaurant, Henne Kirkeby Kro, The Paul, Noma og víðar.
Hótel Holt, sem var upphaflega opnað árið 1965, hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu, en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.