Quicksilver kaupir Billabong

AFP

Bandaríska fyrirtækið Boardriders sem á Quicksilver vörumerkið hefur skrifað undir samning um yfirtöku á ástralska keppinautnum Billabong. Þetta þýðir að tvö af stóru merkjunum í íþróttafatnaði eru á leið í eina sæng. 

Quicksilver og Billabong eru framarlega í framleiðslu á fatnaði og vörum tengdum skíðamennsku, seglbrettum og hjólabrettum. Samanlagt eru reknar 630 verslanir í 28 löndum undir merkjum fyrirtækjanna tveggja. 

Boardriders er í eigu fjárfestingarfyrirtækisins Oaktree Capital sem átti fyrir 19% í Billabong. Kaupverðið er einn Ástralíudalur á hlut sem er 28% yfir lokaverði félagsins í kauphöllinni í Ástralíu 30. nóvember. Þá var greint frá mögulegri yfirtöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK