Fjárfesta fyrir 270 milljónir í Solid Clouds

Úr tölvuleiknum Starborne.
Úr tölvuleiknum Starborne. Mynd/Solid Clouds

Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljónir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds sem hefur auk þess fengið vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 

Solid Clouds framleiðir herkænskuleikinn Starborne sem gerist í geimnum og er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara. Fyrirtækið hóf þriggja mánaða próf­un­ar­fasa í októ­ber þar sem þau 2.500 sæti sem stóðu til boða fylltust á þremur dögum. 

Í tilkynningu vegna fjárfestingarinnar er haft eftir Stefáni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Solid Clouds, að fjármunirnir verði nýttir til að markaðssetja Starborne erlendis og til framleiðslu á snjallsímaútgáfu af leiknum. 

Þá segir Guðmundur Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Kili fjárfestingafélagi, að Kjölur hafi lengi haft augastað á Solid Clouds. Hann hefur tekið sæti í stjórn tölvuleikjafyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK