The Weeknd reiður út í H&M

Myndin sem birtist með peysunni sem The Weeknd hannaði.
Myndin sem birtist með peysunni sem The Weeknd hannaði.

Söngvari sem setið hefur fyrir hjá H&M segist „ákaflega móðgaður“ eftir að fatarisinn ákvað að nota svartan dreng sem fyrirsætu á vefsíðu sinni. Skýringuna á reiði hans má rekja til áletrunar á peysu sem drengurinn klæðist.

Kanadíski tónlistarmaðurinn Abel Tesfaye, sem kallar sig The Weeknd, segist ekki ætla að vinna aftur fyrir H&M eftir að fyrirtækið birti myndina. Á henni má sjá svartan strák í hettupeysu en á henni stendur: Svalasti apinn í frumskóginum (Coolest Monkey in the jungle).

Söngvarinn segist skammast sín fyrir þessa framsetningu fatarisans. Hann er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt fyrirtækið fyrir þetta en skömmum hefur rignt yfir það á samfélagsmiðlum. 

H&M hefur beðist afsökunar og fjarlægt myndina af síðunni. „Þessi mynd hefur nú verið fjarlægð og við biðjumst afsökunar ef við höfum móðgað einhvern.“

The Weeknd er í hópi frægra einstaklinga sem setið hafa fyrir hjá H&M.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK