Hæstiréttur hafnaði dómi í Lúxlekamáli

Frá vinstri til hægri: Franski blaðamaðurinn Edouard Perrin - sem …
Frá vinstri til hægri: Franski blaðamaðurinn Edouard Perrin - sem var sýknaður í héraðsdómi, Raphael Halet og Antoine Deltour, fyrrum starfsmenn PwC í Lúxemborg. AFP

Hæstiréttur Lúxemborgar hafnaði í morgun dómi undirréttar í máli uppljóstrara sem láku þúsundum skjala í svo kölluðu „Lúxlekamáli“. Er áfrýjunardómstól gert að taka málið upp að nýju og skipa nýja dómara í málinu, samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar.

Ljóstrað var upp um samn­inga sem gerðir voru við 340 stór­fyr­ir­tæki á borð við Pepsi, Ikea, Deutsche Bank og FedEx sem gerðu þeim kleift að kom­ast und­an him­in­há­um skatt­greiðslum þrátt fyr­ir að vera með lág­marksstarf­semi þar í landi. Að minnsta kosti eitt ís­lenskt fyr­ir­tæki var á list­an­um, Kaupt­hing í Lúx­em­borg.

Svo virðist sem fyr­ir­tæk­in hafi veitt hundruð millj­arða Banda­ríkja­dala í gegn­um Lúxemborg og þannig sparað sér millj­arða doll­ara sem ella hefðu farið í skatt­greiðslur. Á þessum tíma var Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar. 

Tveir fyrr­ver­andi starfs­menn end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Pricewater­hou­seCoo­pers í Lúx­em­borg voru árið 2016 sak­felld­ir fyr­ir að hafa lekið skatta­upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Annar þeirra, Antoine Deltour, var síðar dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir áfrýjunardómstól, auk þess sem honum var gert að greiða 1.500 evrur í sekt. Hæstiréttur hefur nú ógilt dóm áfrýjunardómstólsins en ekki dóminn yfir félaga Deltours, Raphael Halet, sem var dæmdur til að greiða eitt þúsund evrur í sekt fyrir áfrýjunardómstól. Þeir voru aftur á móti báðir dæmdir í fangelsi í héraðsdómi. 

Lúxlekamálið kom upp árið 2014 og vakti gríðarlega athygli enda upplýst um skattaundanskot stórfyrirtækja. Í kjölfar Lúxlekans komu ný svipuð mál upp eins og Panamaskjölin og Paradísarskjölin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK