Bæklingadreifing hefur samið við Skógræktarfélag Íslands (SÍ) um gróðursetningu trjáa sem svara því pappírsmagni bæklinga sem Bæklingadreifing dreifir á ári.
Munu 1.000 tré verða gróðursett árið 2018, en áætlað er að Bæklingadreifing dreifi um 200 þúsund bæklingum á árinu.
Skógræktarfélag Íslands mun gróðursetja andvirði framlags Bæklingadreifingar á eignajörð félagsins við Úlfljótsvatn í Grafningi þar sem mörkuð hefur verið ákveðin spilda til verkefnisins.