Þremur sagt upp hjá N4

Merki N4.
Merki N4. Mynd/N4

Þremur starfsmönnum N4 hefur verið sagt upp störfum vegna hagræðingar í rekstri. Alls störfuðum fimmtán hjá fjölmiðlafyrirtækinu sem er með þessu að bregðast við því óöryggi sem er í rekstri fjölmiðla að sögn Maríu Bjarkar Ingvadóttur, framkvæmdastjóra N4.

Uppsagnirnar taka gildi á næstu þremur mánuðum, en starfsmennirnir voru með eins til þriggja mánaða uppsagnarfrest. María segir í samtali við mbl.is að hún hafi boðið starfsfólkinu að koma aftur inn sem verktakar í verkefni þegar þau komi inn, en tökumaður og starfsmaður í söludeild eru á meðal þeirra sem sem var sagt upp.

María segir að N4 muni halda sínu striki í dagskrárgerð. „Þetta tengist fyrst og fremst öðrum verkefnum sem við höfum verið að sinna heldur en sjónvarpsrekstrinum. Heldur meira þessum framleiðsluverkefnum sem við höfum verið að gera, sem koma ekki inn fyrirfram pöntuð,“ segir María og bætir við að þau hafi ekki verið nægilega stöðug að undanförnu. Þetta snúist fyrst og síðast um hagræðingu í rekstri.

Fram kemur á vef N4, að N4 ehf. reki þrjá miðla; N4 Dagskrá, N4 Landsbyggðir og N4 Sjónvarp. Einnig reki fyrirtækið grafíska hönnunardeild og framleiðsludeild þar sem framleitt er innlent sjónvarpsefni, kynningar- og auglýsingaefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK