Þrot blasir við United Silicon

Þrot blasir við United silicon eftir langa þrautagöngu.
Þrot blasir við United silicon eftir langa þrautagöngu. mbl.is/RAX

Á morg­un verður hald­inn stjórn­ar­fund­ur hjá Sam­einuðu síli­koni vegna niður­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar sem til­kynnt var í dag um að ljúka þyrfti nær öll­um þeim úr­bót­um sem til­tekn­ar voru í mati norska ráðgjafa­rfyr­ir­tæk­is­ins Multiconsult, sem rann­sakað hef­ur tækja­búnað fyr­ir­tæk­is­ins, áður en fram­leiðsla gæti haf­ist að nýju.

Kostnaður­inn við slíkt ferli er um 3 millj­arðar króna, en fyr­ir­tækið hafði von­ast eft­ir að geta byrjað fram­leiðslu eft­ir úr­bæt­ur sem áætlað var að kostuðu 630 millj­ón­ir. Ljóst er að róður­inn verður þung­ur hjá fyr­ir­tæk­inu vegna þessa og þrot blas­ir við. End­an­leg ákvörðun verður þó ekki tek­in fyrr en á stjórn­ar­fund­in­um á morg­un, en þá lýk­ur einnig heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Hef­ur hún varað frá því í ág­úst.

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fyr­ir­tækið muni virða niður­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar og að all­ir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi reynt sitt ýtr­asta til að láta þetta ganga upp. „Þetta er staðan,“ seg­ir hún varðandi ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar. Hún seg­ir end­an­lega ákvörðun um fram­haldið ekki liggja fyr­ir fyrr en eft­ir stjórn­ar­fund­inn og verður hún þá kynnt.

Ákvörðunin fel­ur í sér enga starf­semi í lang­an tíma

„Fyr­ir­tækið hef­ur verið í greiðslu­stöðvun í mjög óvenju­leg­um aðstæðum og mik­il vinna verið lögð í að greina vand­ann og leita lausna. Greiðslu­stöðvun­in var fram­lengd vegna þess að von­ir voru bundn­ar við að hægt yrði að hefja starf­semi fyrr,“ seg­ir Kar­en og bæt­ir við: „Við unum þess­ari niður­stöðu og höf­um skiln­ing á mik­il­vægi þess að tekið sé til­lit til hags­muna íbúa Reykja­nes­bæj­ar. Ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar fel­ur hins veg­ar í sér að eng­in starf­semi verður í verk­smiðjunni um langt skeið.“

8 millj­arða lán og millj­arður í rekst­ur­inn auka­lega

Ari­on banki og fimm líf­eyr­is­sjóðir tóku í sept­em­ber yfir 98,13% hluta United Silicon. Var Ari­on banki aðallán­veit­andi fyr­ir­tæk­is­ins. Lánaði bank­inn fyr­ir­tæk­inu rúma 8 millj­arða króna, en leysti til sín veð í formi hluta­fjár við yf­ir­tök­una. Verði fé­lagið sett í þrot má því áætla að allt láns­féð verði af­skrifað.

Í lok nóv­em­ber var greint frá því að kostnaður Ari­on banka vegna rekst­urs United Silicon frá því að fé­lagið fékk heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar næmi meira en 600 millj­ón­um króna, eða um 200 millj­ón­um á mánuði. Ef kostnaður bank­ans síðustu tvo mánuði er svipaður má áætla að heild­ar­kostnaður bank­ans vegna þessa sé kom­inn upp í um millj­arð króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK