Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, hefur bæst í hóp eigenda hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners.
Sigrún lauk námi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2012 og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2013. Á árunum 2011- 2015 starfaði hún hjá Forum lögmönnum. Hún lauk LL.M.-gráðu frá Harvard Law School árið 2016 og hóf í framhaldinu störf hjá Rétti. Helstu starfssvið Sigrúnar eru alþjóðlegur fyrirtækjaréttur, Evrópuréttur, skaðabótaréttur, persónuvernd og svo fjölmiðlaréttur.
Samhliða lögmannsstörfum er Sigrún formaður flóttamannanefndar og stundakennari í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Á síðasta kjörtímabili var hún varaþingmaður Viðreisnar.