99% örugg hjólastæði

Notendur Bikeep eru yfir milljón. Engu hjóli hefur verið stolið …
Notendur Bikeep eru yfir milljón. Engu hjóli hefur verið stolið frá 2013.

40 „snjöll“ reiðhjólastæði, þar af sex með rafmagnshleðslu, verða sett upp með vorinu við Ráðhús Reykjavíkur og við skrifstofur Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi. Stæðin eru 99% örugg og eru með innbyggðu öryggiskerfi. Að sögn Jónasar Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Hjólalausna, sem eru með umboð fyrir stæðin, er samsetningu að ljúka í Tallinn í Eistlandi og stutt í að stæðin verði send til Íslands.

Jónas segist finna mikinn meðbyr við hugmyndinni sem er nýjung á Íslandi, bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum. „Þetta er ný tækni, örugg og aðgangsstýrð hjólastæði fyrir almenning sem koma frá fyrirtækinu Bikeep í Tallinn. Þessar lausnir eru nú þegar komnar upp í mörgum löndum í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Jónas í samtali við ViðskiptaMoggann.

Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri hjá snjallborgarteymi Reykjavíkurborgar, sem hefur það hlutverk að ýta undir nýsköpun innviða og finna lausnir sem einfaldað geta líf borgarbúa og aukið skilvirkni, segir að stæðin séu sett upp til prufu til að átta sig betur á virkni þeirra. „Við viljum ýta undir umhverfisvænni samgöngumáta hjá starfsfólki borgarinnar til að byrja með. Við erum að fara að kaupa 10 rafmagnshjól sem staðsett verða í Ráðhúsinu og á Höfðatorgi. Nýju stæðin einfalda allt ferli við geymslu og utanumhald, enda hafa þau reynst nær fullkomlega örugg, þar sem hjóli hefur aldrei verið stolið úr þessum stæðum,“ segir Kristinn í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að hægt verði að nota hefðbundin starfsmannakort til að opna og læsa stæðunum. Hann segir að almenningi verði einnig frjálst að nota stæðin, með t.d. rafræna sundkortinu og Bikeep-appinu, en eftir prufutímann kemur í ljós hvort ráðist verður í frekari útbreiðslu stæðanna í borginni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK