Amazon sækir inn á heilbrigðismarkaðinn

AFP

Amazon, fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway og fjármálafyrirtækið JPMorgan Chase hafa í sameiningu tilkynnt um stofnun nýs fyrirtækis sem ætlað er að draga úr heilbrigðiskostnaði starfsmanna fyrirtækjanna þriggja. Samanlagður fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækjunum þremur er meiri en ein milljón.

Þetta kemur fram í frétt Seattle Times

Nýja fyrirtækinu eru lýst sem langtímaverkefni sem er laust við hagnaðarsókn. Í fréttatilkynningu vegna málsins kemur fram að til að byrja með verði einblínt á tækni til að útvega starfsmönnum einfalda heilbrigðisþjónustu á lágu verði en ekki var farið nánar út í áformin. 

„Eins erfitt og þetta gæti reynst þá er þess virði að draga úr þessari byrði á hagkerfinu ásamt því að bæta kjör starfsmanna og fjölskyldna þeirra,“ er haft eftir Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 

Tilkynningin hafði töluverð áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Mörg heilbrigðisfyrirtæki lækkuðu verulega í verði, þar á meðal UnitedHealth sem lækkaði um 6,7%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka