Mesta fall Dow Jones frá 2008

Kauphöllin í New York. Dow Jones hlutabréfavísitalan féll í dag …
Kauphöllin í New York. Dow Jones hlutabréfavísitalan féll í dag meira en hún hefur gert á einum degi frá 2008. AFP

Dow Jones hlutabréfavísitalan féll um 1.175 stig í dag og er þetta mesta lækkun vísitölunnar  á einum degi frá því í fjármálakreppunni 2008, eftir að Bandaríkjaþing hafnaði áætlun um að bjarga bandarísku bönkunum.

BBC segir Dow Jones hafa lækkað um 4,6% og hafi í lok dags verið 24.345.75. Bandarískir fjárfestar séu hér að bregðast við litlum, en þýðingamiklum breytingum á bandarískum efnahag og þeim afleiðingum sem þær kunni að hafa á lántökukostnað.

Fjárfestar horfa nú til þess að aukinn kaupmáttur og hærri laun muni leiða til hækkunar verðlags, sem aftur muni hleypa af stað verðbólgu. Til að hindra það muni seðlabanki Bandaríkjanna þurfa að hækka stýrivexti til að reyna að hafa taumhald á verðbólgunni.

Þetta gerist á sama tíma og Jerome Powell sór embættiseið sem nýr seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Þykir þetta sýna vel áskoranirnar sem hann mun standa frammi fyrir til að viðhalda efnahagsvexti án þess að valda ótta hjá fjárfestum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK