Mesta fall Dow Jones frá 2008

Kauphöllin í New York. Dow Jones hlutabréfavísitalan féll í dag …
Kauphöllin í New York. Dow Jones hlutabréfavísitalan féll í dag meira en hún hefur gert á einum degi frá 2008. AFP

Dow Jo­nes hluta­bréfa­vísi­tal­an féll um 1.175 stig í dag og er þetta mesta lækk­un vísi­töl­unn­ar  á ein­um degi frá því í fjár­málakrepp­unni 2008, eft­ir að Banda­ríkjaþing hafnaði áætl­un um að bjarga banda­rísku bönk­un­um.

BBC seg­ir Dow Jo­nes hafa lækkað um 4,6% og hafi í lok dags verið 24.345.75. Banda­rísk­ir fjár­fest­ar séu hér að bregðast við litl­um, en þýðinga­mikl­um breyt­ing­um á banda­rísk­um efna­hag og þeim af­leiðing­um sem þær kunni að hafa á lán­töku­kostnað.

Fjár­fest­ar horfa nú til þess að auk­inn kaup­mátt­ur og hærri laun muni leiða til hækk­un­ar verðlags, sem aft­ur muni hleypa af stað verðbólgu. Til að hindra það muni seðlabanki Banda­ríkj­anna þurfa að hækka stýri­vexti til að reyna að hafa taum­hald á verðbólg­unni.

Þetta ger­ist á sama tíma og Jerome Powell sór embættiseið sem nýr seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna.

Þykir þetta sýna vel áskor­an­irn­ar sem hann mun standa frammi fyr­ir til að viðhalda efna­hags­vexti án þess að valda ótta hjá fjár­fest­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK