Fallið heldur áfram

00:00
00:00

Nikk­ei-hluta­bréfa­vísi­tal­an fylgdi í kjöl­far Dow Jo­nes í morg­un með mik­illi lækk­un en sú fyrr­nefnda lækkaði um 4,73%. Fyrr um dag­inn hafði lækk­un­in numið allt að 7%. Þetta er mesta verðlækk­un hluta­bréfa í Jap­an frá því dag­inn sem Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, í nóv­em­ber 2016.

Í gær­kvöldi lækkaði Dow Jo­nes um tæp­lega 1.600 stig um tíma sem er mesta ein­staka verðlækk­un vísi­töl­unn­ar í sögu­legu sam­hengi en Dow Jo­nes-vís­ist­al­an rétti held­ur úr kútn­um þegar leið á kvöldið og nam lækk­un­in 4,6% við lok­un markaða. Samt sem áður er þetta mesta lækk­un vísi­töl­unn­ar frá ár­inu 2008 þegar fjár­málakrepp­an var í al­gleymi.

Lækk­un­in í gær hófst í raun strax á föstu­dag og í lok dags í gær hafði öll hækk­un árs­ins þurrk­ast út. Sama á við um S&P-vísi­töl­una en inn­an henn­ar eru 500 stærstu fyr­ir­tæki sem eru skráð á markað í Banda­ríkj­un­um.

Bætt við klukk­an 8:15 - helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu hafa lækkað um meira en 3% frá því viðskipti hóf­ust í morg­un. Þar á meðal DAX-vísi­tal­an í Frankfurt en lækk­un henn­ar nem­ur 3,6%. 

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísi­tal­an um rúm 5% í dag.

Mikl­ar lækk­an­ir á mörkuðum er ekk­ert nýtt af nál­inni. 19. októ­ber 1987 var um margt sögu­leg­ur á fjár­mála­mörkuðum en þann dag lækkaði Dow Jo­nes um 22,6% sem er mesta lækk­un vísi­töl­unn­ar frá krepp­unni miklu 1929. Lækk­un­in þann dag væri sam­bæri­leg við að vísi­tal­an myndi lækka um 5.500 stig á ein­um degi. Þá var lækk­un­in meðal ann­ars rak­in til spennu í Mið-Aust­ur­lönd­um og hækk­andi olíu­verðs.

Árás­irn­ar 11. sept­em­ber 2001 höfðu einnig mik­il áhrif á markaði en þá nam lækk­un Dow Jo­nes 7,1% 17. sept­em­ber 2001 sem var fyrsti dag­ur­inn sem kaup­höll­in í New York var opin eft­ir að um þrjú þúsund manns voru drepn­ir í hryðju­verka­árás­um á Banda­rík­in.

Fjár­málakrepp­an 2008 hafði einnig mik­il áhrif á markaði og 29. sept­em­ber 2008 nam lækk­un Dow Jo­nes 7%. Síðan var það Brex­it-kosn­ing­in í Bretlandi en 24. júní 2016 lækkaði Dow Jo­nes um 3,4%.

Ef litið er til fjár­mála­markaða í dag má sjá að hluta­bréf hafa hækkað um­tals­vert í verði und­an­farið enda hag­vöxt­ur ríkj­andi víðast og fyr­ir­tæki standa vel og skila góðum hagnaði. Und­ir lok síðustu viku fóru fjár­fest­ar að selja hlut­bréf eft­ir að ljóst var að töl­ur um at­vinnu­leysi í Banda­ríkj­un­um voru í sam­ræmi við vænt­ing­ar, staðan er góð á vinnu­markaði og aukn­ar lík­ur á vaxta­hækk­un hjá Seðlabanka Banda­ríkj­anna. Jafn­vel að vext­ir muni hækka hraðar en áður var talið.

Sér­fræðing­ar á markaði segja að fjár­fest­ar eigi að vera viðbún­ir því að allt bendi til þess að hluta­bréfa­markaðir verði frem­ur óstöðugir á næst­unni og litl­ar lík­ur á að hluta­bréfa­verð hækki mikið á næstu tveim­ur árum. Eins megi gera ráð fyr­ir sterk­um viðbrögðum á markaði við öll­um frétt­um tengd­um efna­hags­lífi, svo sem verðbólgu­horf­um o.fl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK