Hlutabréf hér á landi lækka einnig

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hluta­bréf í ís­lensku Kaup­höll­inni hafa lækkað tals­vert í verði í dag í kjöl­far mik­ill­ar lækk­un­ar á mörkuðum í Banda­ríkj­un­um í gær. Í kjöl­farið lækkuðu hluta­bréf á mörkuðum í Asíu í nótt og í Evr­ópu í dag. Hef­ur úr­vals­vísi­tal­an hér á landi lækkað um 1,8%

Bréf í Origo hafa lækkað mest eða um rúm­lega 2,5%. Þá hafa bréf í Skelj­ungi, Icelanda­ir og Eik lækkað um rúm­lega 2%. Bréf í Hög­um og Sjóvá hafa lækkað minnst og þá er Eim­skipa­fé­lagið eina fé­lagið á markaði þar sem verð hef­ur hækkað í dag, en bréf fé­lags­ins hafa farið upp um 1,5% það sem af er degi.

Í Evr­ópu hef­ur FTSE100 vísi­tal­an í London lækkað um 2,38%, en aðrar helstu vísi­töl­ur í Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu og Spáni hafa lækkað svipað mikið.

Dow Jo­nes vísi­tal­an í Banda­ríkj­un­um lækkaði í gær um 4,6% stig sem er mesta lækk­un henn­ar á ein­um degi frá því fyr­ir fjár­málakrepp­una árið 2008. Aðrar vísi­töl­ur í Banda­ríkj­un­um lækkuðu einnig mikið og fór S&P vísi­tal­an niður um 4,1% og Nas­daq niður um 3,78%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK