Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Arion Banki
Arion Banki mbl.is/Eggert

Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009.

Þetta kemur fram á vefsíðu Bankasýslunnar.

„Það er niðurstaða stofnunarinnar að Kaupskil ehf. hafi einhliða, ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa hlut íslenska ríkisins í Arion banka hf. á grundvelli fyrrgreinds hluthafasamkomulags,“ segir í tilkynningunni.

„Í hluthafasamkomulaginu kom fram hvernig kaupréttarverðið skyldi reiknað út. Undirliggjandi forsendur voru að ríkissjóður skyldi ávaxta upphaflegt hlutafjárframlag (áskriftarverð) sitt til bankans miðað við tiltekna vexti, 5% áhættuálag og árafjölda.“

Fram kemur að stofnunin hafi yfirfarið útreikning á kaupréttarverðinu og fengið staðfestingu Grant Thornton á því.

„Niðurstaðan er að kaupréttarverð, miðað við uppgjör þann 21. febrúar nk., er  23.422.585.119 kr. sem er sama verð og birtist í tilkynningu Kaupskila ehf. um nýtingu kaupréttarins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK