Breytingar á leiðakerfi tengdar Asíuflugi

Boeing 767 þota Icelandair.
Boeing 767 þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að áætlunarflug íslenskra flugrekenda til Rússlands, og þá að öllum líkindum til Moskvu, sé forsenda í viðræðum íslenskra og rússneskra stjórnvalda um yfirflugsleyfi yfir Rússland.

Slíkt leyfi er aftur forsenda fyrir því að íslensk flugfélög geti byrjað að fljúga til Austur-Asíu, en of óhagkvæmt er að fljúga framhjá Rússlandi til að komast héðan til landa eins og Japans og Kína.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma einnig að mögulegt flug til Moskvu tengist nýlegum breytingum á leiðakerfi Icelandair, en eins og fram kom í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar á dögunum hefur félagið ákveðið að hætta næturflugi til Evrópu, eða hinum svokallaða seinni tengibanka.

Nánari umfjöllun má finna í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK