Birtir undanþágu sem Kaupþing fékk

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ófeigur

Seðlabanki Íslands hefur birt undanþáguna sem bankinn veitti Kaupþingi hf. frá gjaldeyrislögum þann 15. janúar 2016 til útgreiðslu til kröfuhafa í bú Kaupþings.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Forsenda undanþágunnar var að Kaupþing hafði uppfyllt svokölluð stöðugleikaskilyrði sem tryggðu að útgreiðslur úr búinu gætu átt sér stað án þess að fjármálalegum stöðugleika eða stöðugleika í gengis- og peningamálum yrði raskað.

Ákvörðun um birtingu undanþágunnar var tekin eftir að Seðlabankanum barst bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað var eftir því að bankinn kannaði mögulega birtingu.

Í samræmi við lög og ákvæði í samningum aðila leitaði Seðlabankinn samþykkis Kaupþings, Kaupskila ehf. og Arion banka hf. fyrir birtingunni.

Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að birta upplýsingar um málefni annarra einstaklinga og fyrirtækja en Kaupþings, Kaupskila og Arion banka.

Þau atriði hafi ekki efnislega þýðingu varðandi það sem er helsta tilefni birtingarinnar, þ.e. mögulegar breytingar á eignarhaldi kerfislega mikilvægs banka.

„Í ljósi þess að undanþágan og málefni henni tengd varða mikilvæga almannahagsmuni telur Seðlabankinn að góð og gild rök séu fyrir því að birta þessi skjöl nú með þessum hætti," segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK