Svali stýrir stefnumótun hjá Sjóvá

Svali H. Björgvinsson.
Svali H. Björgvinsson.

Svali H. Björg­vins­son hef­ur verið ráðinn til að stýra stefnu­mót­un og viðskiptaþróun hjá Sjóvá og mun hann heyra und­ir for­stjóra fé­lags­ins.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að Svali hafi víðtæka reynslu af rekstri og stjórn­un fyr­ir­tækja. Síðustu 9 ár hef­ur hann verið fram­kvæmda­stjóri mannauðs- og stefnu­mót­un­ar­sviðs Icelanda­ir, 2003 - 2008 var hann fram­kvæmda­stjóri mannauðssviðs Kaupþings og þar áður meðeig­andi Pricewater­hou­seCoo­pers. Þá hef­ur hann yf­ir­grips­mikla reynslu af kennslu á sviði stjórn­un­ar og haldið fjölda fyr­ir­lestra um efnið.

Svali er gift­ur Ingu Sigrúnu Jóns­dótt­ur og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK