Samningar undirritaðir um gagnaver við Korputorg

Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði fundinn.
Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði fundinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs.

Um að ræða allt að 5 þúsund fermetra nýbyggingu sem byggð verður í áföngum og mun fyrsti áfangi kosta hátt í milljarð króna. Framkvæmdir hefjast fljótlega og gera áætlanir ráð fyrir því að fyrsti áfangi verði tilbúinn snemma árs 2019, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þorsteinn Guðlaugur Gunnarson, forstjóri Opinna kerfa, sagði staðsetninguna á Korputorgi vera frábæra með tilliti til orkuafhendingar og þá væri svæðið „í hjarta ljósleiðaranets Íslands.“ Gagnaverið yrði 5.000 fm að stærð og mögulega stærra síðar.

Þorsteinn Guðlaugur Gunnarson, forstjóri Opinna kerfa, sagði staðsetninguna á Korputorgi …
Þorsteinn Guðlaugur Gunnarson, forstjóri Opinna kerfa, sagði staðsetninguna á Korputorgi vera frábæra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, sagði mikil tækifæri felast í uppbyggingu gagnavera á Íslandi. Sífellt fleiri horfi til þess hvaðan orkan komi út frá umhverfissjónarmiðum. Ef sú þróun haldi áfram verði Ísland í eftirsóknarverðri stöðu.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, sagði að þetta gagnaver yrði eins konar „fjögurra stjörnu hótel“ í heimi gagnavera, á meðan mörg önnur sem hefðu risið hérlendis væru ef til vill bara einnar stjörnu hótel og vísaði þar til gagnavera sem nýtt eru til þess að grafa eftir rafmyntinni bitcoin.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, sagði gagnaverið henta vel fyrir það skipulag sem væri fyrirhugað á svæðinu til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka