Forstjóralaunin hækkuðu um 38%

Hörður Arnarson, forstjóri
Hörður Arnarson, forstjóri mbl.is/​Hari

Laun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, hækkuðu um 38% á milli ára samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 sem var birtur í síðustu viku. 

Í ársreikningnum koma fram laun forstjóra, stjórnar og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar í Bandaríkjadölum. Í dölum talið hækkuðu laun Harðar úr 204 þúsund á ári í 304 þúsund, eða um tæp 50%.

Sé miðað við árslokagengi áranna 2016 og 2017 hækkuðu launin úr  rúmum 23 milljónum króna á ári í 31,7 milljónir króna. Nemur hækkunin 38%. 

Laun stjórnar Landsvirkjunar hækkuðu úr samtals 14,3 milljónum króna árið 2016 í 19,7 milljónir árið 2017, eða um 38%. 

Tilkynning frá Landsvirkjun

Í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins segir að 13% af hækkuninni megi rekja til gengisþróunar þar sem launin séu greidd í krónum en uppgjörið sé í Bandaríkjadölum. Er hækkunin að öðru leyti rakin til þess að forstjórinn hafi tekið á sig launalækkun árið 2012.

Tilkynningin í heild:

Að meðaltali má rekja 13% af hækkun launakostnaðar hjá Landsvirkjun til gengisþróunar þar sem laun eru greidd í krónum en uppgjörsmynt Landsvirkjunar er í Bandaríkjadölum. 

Laun og hlunnindi forstjóra voru að meðaltali kr. 2.046.160 á mánuði árið 2016 en kr. 2.699.461 árið 2017 og hækkuðu því um 32% milli áranna.

Hækkunina má rekja til launalækkunar sem forstjóri tók á sig á árinu 2012, sem leiddi til þess að laun forstjóra voru orðin lægri en laun framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu.

Laun og hlunnindi framkvæmdastjóra voru að meðaltali kr. 2.207.367 á mánuði árið 2016 en kr. 2.295.662 árið 2017 og hækkuðu því um 4%.

Samanlagðar greiðslur til framkvæmdastjóra voru hærri samkvæmt ársreikningi vegna fleiri framkvæmdastjóra hluta af árinu 2017 en á árinu 2016. En sami fjöldi var í árslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK